Helstu hlutabréfavísitölur í Kauphöllinni á Wall Street í New York hækkuðu í morgun.

Eins ástæðan er sú að fjárfestar keyptu hlutabréf í fyrirtækjum sem hafa verið að lækka í verði undanfarið. Gengi bréfa í Finnacle Foods hækkaði til dæmis eftir að upplyst var að Hillshire Brands myndi kaupa fyrirtækið.

Standard & Poor's 500 vísitalan hækkaði um 0,8%, Dow Jones hækkaði um 0,6% og Nasdaq hækkaði um 1,5% svo dæmi séu tekin.