Stærstu söfnin í Reykjavík, Listasafn Íslands, Listasafn Reyjavíkur og Þjóðminjasafnið, laða samtals að sér yfir 250 þúsund gesti á ári. Þessi söfn kosta umtalsvert í rekstri en árið 2011 er áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar og ríkisins tæplega 1,2 milljarðar við helstu söfn borgarinnar. Vert er að taka það fram að hlutverk safnanna er einnig varðveisla ýmissa verð- mætra muna.

Tæplega 4.000 krónur á gest

Rekstur Þjóðminjasafnins, Listasafns Einars Jónssonar, Listasafns Íslands og Gljúfrasteins kostar 651 milljón króna á ári en af því er kostnaður á fjárlögum 2011 samtals rúmlega 560 milljónir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.