Helstu hlutabréfavísitölur á Evrópumarkaði hafa lækkað í morgun. Þannig hefur FTSE 100 vísitalan í Lundúnum lækkað um 0,97%, Dax vísitalan í Frankfurt hefur lækkað um 1,52% og Cac 40 vísitalan í París um 0,92%.

Í hagkerfi Evrópu hefur verið sérstakt áhyggjuefni hversu hægur efnahagsbati hefur verið í þýsku efnahagslífi, sem er gríðarlega þýðingarmikið fyrir alla heimsálfuna. Þá kom einnig fram í morgun að heimsmarkaðsverð á olíu hefði ekki verið lægra í fjögur ár, en það stendur nú í 88,4 dollurum á tunnuna, sem jafngildir um 10.700 íslenskum krónum.

Lækkanirnar á hlutabréfamörkuðum Evrópu koma í kjölfar lækkunar á mörkuðum í Bandaríkjunum og Asíu. Í gær lækkaði Dow Jones vísitalan um nær 2%, sem er mesta lækkun hennar á einum degi það sem af er þessu ári.