Þróun helstu hlutabréfavísitalna Evrópu hefur snúið við innandags. Við opnun í morgun hækkuðu flestar helstu vísitölurnar, að þeirri þýsku undanskilinni, en nú eru þær flestar komnar í rautt. Þetta á reyndar ekki við um þær ítölsku og spænsku sem hækkuðu mikið í morgun. Þær hafa þó lækkað síðan en enn lifir eitthvað eftir af hækkuninni.

Þannig hækkaði FTSE MIB vísitalan í Mílanó um 4,1% í morgun en stendur nú í 0,14 % hækkun og IBEX 35 vísitalan spænska hækkaði um 3,4% við opnun en nú er hækkun dagsins 0,65%. Enska FTSE-vísitalan hefur lækkað um 1,43% það sem af er degi og DAX-vísitalan í Frankfurt hefur lækkað um 2,06%. OMX S30 í Stokkhólmi hefur lækkað um 2,68% innan dagsins.