*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 27. maí 2020 14:05

Hendrik Egholm hættir hjá Skeljungi

Forstjóri Magn, dótturfélags Skeljungs í Færeyjum, hefur sagt starfi sínu lausu.

Ritstjórn
Hendrik Egholm, fráfarandi forstjóri P/F Magn.
Haraldur Guðjónsson

Hendrik Egholm, forstjóri P/F Magn, dótturfélags Skeljungs hf. í Færeyjum, hefur sagt starfi sínu lausu. Hendrik hefur unnið innan samstæðu Skeljungs í 13 ár, fyrst sem forstjóri Magn frá 2007-2017, forstjóri Skeljungs frá 2017-2019 en frá 2019 til dagsins í dag sem forstjóri Magn.

„Árin hjá Magn hafa verið frábær og ég er ánægður með þá þróun sem hefur átt sér stað innan félagsins á þeim tíma,“ segir Hendrik Egholm, fráfarandi forstjóri Magn í fréttatilkynningu Skeljungar

„Það er erfitt að kveðja en eftir nærri 13 ár í starfi tel ég vera kominn tími til að stíga til hliðar. Ég vil þakka starfsfólki Magn fyrir þeirra frábæru vinnu og stjórninni fyrir samstarfið.“

Jens Meinhard, stjórnarformaður Magn, þakkar Egholm fyrir störf sín hjá fyrirtækinu. „Undir leiðsögn Hendriks hefur Magn orðið sterkt fyrirtæki með öflugu og hæfu starfsfólki. Fyrirtækið er í góðri stöðu fyrir þær áskoranir sem eru framundan. Fyrir hönd stjórnarinnar þakka ég Hendrik fyrir hans starf síðustu tæp 13 árin.“ er haft eftir Meinhard í tilkynningu félagsins. 

Stjórn Magn hefur hafið leit að nýjum forstjóra en í millitíðinni mun Johnni Poulsen starfa sem forstjóri félagsins í samstarfi við stjórnarformann Magn.