Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur ekki áhuga á að gegna því starfi áfram eftir að ný ríkisstjórn tekur við í janúar. „Ég hlakka til að snúa mér að öðrum verkum á næsta ári,“ sagði Paulson í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni. „Núna einbeiti ég mér að því að gera eins mikið gagn og ég get fram til 19. janúar.“

Paulson sagði einnig engar áætlanir uppi um að nýta heimildir til að verða Freddie Mac og Fannie Mae út um fjármagn. Hins vegar sé mikilvægt að heimildin sé til staðar.

Paulson telur að vandræði Bandaríkjamanna á fasteignamarkaði muni endast mun lengur en árið 2008, og á meðan muni fjármálamarkaðir og hagkerfið eiga erfitt uppdráttar.

Þetta kemur fram í frétt Reuters.