Tortólafélögin Otris og Ferradis, sem stjórnendur Kaupþings notuðu sem afskriftarsjóð utan efnahagsreiknings bankans voru notuð til að kaupa sértryggða lánavafninga árið 2007.

Kaupþing hafði þá keypt umrædda  lánavafninga í gegnum útibú sitt við New Bond Street í London. Einn þessara vafninga var kallarður "Café-prógrammið".

Í stuttu máli snérist hann um að eignum var safnað saman inn í félag, lánshæfismats aflað og í kjölfarið gefnir út eignarvarðir víxlar sem seldir voru til peningamarkaðssjóða í Bandaríkjunum. Hinn bandaríski Dresdner-banki hafði milligöngu um þessi viðskipti og veitti Kaupþingi á móti lánalínu fyrir heildarupphæð víxlanna.

Lánið varð að innláni

Í lok árs 2007, þegar farið var að halla mjög undan fæti hjá íslensku bönkunum, fór verulega að draga úr sölu á víxlunum og í kjölfarið dró Dresdner-bankinn lánalínu sína til baka. Kaupþing þyrfti því að finna aðra leið til að fjármagna eignirnar.

Settur var upp snúningur. Hann gekk þannig fyrir sig að írska félagið Magnólia, sem var í eigu Credit Suisse, fékk lánaðar 650 milljónir dala hjá Kaupþingi 13. desember 2007. Um 242 milljónir dala af þeirri upphæð rann síðan beint aftur til Kaupþings sem innlán og það notað til að greiða Dresdner-bankanum.

Kaupþing lánaði því Magnólía að hluta til þess að félagið gæti lagt lánsféð inn til Kaupþings.

____________________________________

Ítarleg úttekt er á þessum viðskiptum í Viðskiptablaði vikunnar.