Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu bræðranna Karls og Steingrímsson í riftunarmáli þrotabús Milestone gegn þeim og félaginu Aurláka. Málið er liður í kröfu þrotabús Milestone að sala á Lyfjum og heilsu frá Milestone til félagsins Aurláka um mitt ár 2008 verði rift. Aurláki er móðurfélag Lyfja og heilsu.

Kaupverðið nam 3,4 milljörðum króna en greitt var fyrir með yfirtöku skulda, seljendaláni og skuldajöfnun. Upphaflega höfðaði þrotabú Milestone málið á hendur Leiftra, sem var áður móðurfélag Milestone. Á það hefur héraðsdómur jafnframt fallist.

Neita að borga

Fjallað var um málið í Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Þar sagði m.a. að skilningur þrotabús Milestone sé sá að með niðurstöðu dómsins orðið kröfuhafaskipti og að Aurláki skuldi því búinu 970 milljónir króna. Stjórnendur Aurláka telja hins vegar að niðurstaða dómsins hafi ekki haft í för með sér slík kröfuhafaskipti auk þess sem krafan hafi verið felld niður við fjárhagslega endurskipulagningu Aurláka með samkomulagi þess efnis. Þá sagði að falli niðurstaða dómsmálsins Aurláka í óhag og félagið endurkrafið um skuldina geti það geti skapað óvissu um áframhaldandi rekstrarhæfi Aurláka, þ.e. móðurfélags Lyfja og heilsu.

Þeir Karl og Steingrímur hafa hins vegar neitað að borga skuldina og halda þeir því fram að hún hafi verið felld niður. Þrotabú Milestone telur hins vegar að sé það svo að krafan hafi verið felld niður þá hafi einhver háttsemi falist í því. Af þeim sökum eru þeir Karl og Steingrímur krafðir um skaðabætur vegna niðurfellingarinnar.