Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga að fjárhæð 61,9 milljónum króna, sem sjóðurinn hafði lýst sem almennri kröfu í þrotabú Aska Capital. Málavextir voru þeir að árið 2007 keypti lífeyrissjóðurinn fjórar skuldabréfaeiningar, sem útgefnar voru af Öskum.

Með samkomulagi sem gert var í maí 2009 var kröfu sjóðsins, sem þá stóð í 50,9 milljónum króna breytt í hlutafé í Öskum. Þegar Askar voru teknir til gjaldþrotaskipta vorið 2010 lýsti lífeyrissjóðurinn kröfu að fjárhæð 61,9 milljónir í þrotabúið og gerði jafnframt kröfu um að samkomulaginu frá 2009 yrði rift. Á þetta féllst héraðsdómur ekki.