Máli Reykja­vík­ur­borg­ar gegn ís­lenska rík­inu vegna lok­un­ar neyðarbraut­ar­inn­ar á Reykjavíkurflugvelli hef­ur verið vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Reykja­vík­ur­borg krafðist þess að viður­kennt yrði með dómi að inn­an­rík­is­ráðherra, fyr­ir hönd rík­is­ins, væri skylt að efna samning frá 25. októ­ber 2013 með því að til­kynna um lok­un neyðarbrautarinnar. Borgin krafðist einnig að inn­an­rík­is­ráðherra end­ur­skoði skipu­lags­regl­ur fyr­ir flugvöllinn til sam­ræm­is við lok­un flug­braut­ar­inn­ar inn­an 15 daga frá upp­kvaðningu dóms.

Til vara var þess kraf­ist að ís­lenska ríkið væri skaðabóta­skylt vegna vanefnda á samn­ingn­um frá 2013.

Ástæða frávísunar er sú, að krafa Reykjavíkurborgar er ekki dómtæk í óbreyttri mynd. Um þetta segir í úrskurði Skúla Magnússonar héraðsdómara.

Í úrskurðinum segir:

Að mati dómsins er það ósamrýmanlegt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, sem vísað er til af hálfu stefnanda vegna aðalkröfu hans, að krefjast viðurkenningar á tiltekinni skyldu stefndu samkvæmt samningi „að viðlagðri greiðslu dagsekta“. Liggur það í hlutarins eðli að dagsekta verður einungis krafist vegna kröfu um að stefndi inni af hendi tiltekna og afmarkaða skyldu, sbr. 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991. Þegar af þessari ástæðu er ljóst að krafa stefnanda er ekki dómtæk í óbreyttri mynd. Yrði því annað hvort að líta svo á að um sé að ræða hreina viðurkenningarkröfu, þess efnis að ákveðin skylda hvíli að lögum á stefnda, og þá án þess að um nokkrar dagsektir geti verið að ræða, eða, hins vegar, að um sé að ræða kröfu um að stefndi framkvæmi ákveðnar athafnir að viðlögðum aðfararhæfum dagsektum.

Reykjavíkurborg getur því samkvæmt þessu breytt kröfugerð sinni og sótt málið að nýju.