Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt nauðasamning, sem slitastjórn Glitnis lagði fyrir dóminn á föstudag. Greint er frá þessu á heimasíðu Glitnis .

Næstu skref eru að fá samninginn samþykktan í Bandaríkjunum og að því loknu verður Seðlabankinn að samþykkja undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál.

Nauðasamningsfrumvarp Kaupþings var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og nauðsamningsfrumvarp Landsbankans verður tekið fyrir þann 15. desember.