Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Aserta málinu svokallaða yrði vísað frá dómi. Fól Hæstiréttur þar með Héraðsdómi Reykjaness að taka málið til efnismeðferðar. Í málinu eru Markús Máni Mikaelsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og þrír aðrir ákærðir fyrir ólögleg gjaldeyrisviðskipti. Þeir eru sagðir hafa hagnast um 660 milljónir á viðskiptunum.

Hæstiréttur telur að ákæran uppfyllti skilyrði sakamála um skýrleika. Verknaðarlýsing hennar sé fullnægjandi. Héraðsdómur Reykjaness hafði vísað málinu frá þann 14. Mars síðastliðinn.

Í Aserta málinu eru fjórir menn ákærðir fyrir brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti og gegn reglugerð um gjaldeyrishöft sem sett var síðla árs 2008. Við upphaf fyrirtöku þann 14 mars hugðist saksóknari lýsa því yfir að ákæran lyti ekki lengur að brot reglugerðarinnar en þar sem málinu var vísað frá gafst honum ekki færi á því.