Hæstiréttur vísaði í gær skattamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni og Fjárfestingarfélaginu Gaumi til héraðsdóms að nýju til efnismeðferðar.  Héraðsdómur hafði áður vísað frá hluta málsins en saksóknari kærði frávísunina til Hæstaréttar.

Hæstiréttur féllst því ekki á að kröfur Jóns Ásgeirs, Tryggva, Kristínar og Gaums um að þeim hafi þegar verið refsað í formi álags fyrir þau brot, sem þau voru ákærð fyrir.

Því þarf héraðsdómur nú að taka málið til meðferðar og fella efnisdóm í málinu.

Hér er dómur Hæstaréttar í heild sinni.

Upphafleg ákæra saksóknara efnahagsbrota á hendur einstaklingunum auk  félögunum Gaumi og Baugi var vegna eigin skattskila og  fyrir brot gegn skattalögum.