Tekist er á um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvaða spurningar megi leggja fyrir dómskvadda matsmenn vegna peningamarkaðssjóða bankanna.

Spænski bankinn Ares ákvað að fara í mál vegna mismununar kröfuhafa í sjóðina og telur hann að hagsmunir hans hafi verið sniðgengnir en hann átti um 20 milljarða króna í peningamarkaðssjóðum bankanna.

Snýst málið í raun um hvort sjóðirnir eru skilgreindir sem innistæður eða ekki. Baldvin Björn Baldvinsson, lögmaður hjá BBA Legal, fer með málið fyrir hönd Ares en hluti þess er komið upp í Hæstarétt.

Óskað var eftir því að það yrðu kallaðir til dómskvaddir matsmenn til að meta mismuninn á peningamarkaðsinnlánum hjá bönkum annars vegar og hins vegar hjá öðrum.

Héraðsdómur samþykkti 11 af 14 spurningum sem ætlunin er að leggja fyrir matsmenn. FME og ríkissjóður kærðu ákvörðunina til Hæstaréttar. Málið er rekið sem prófmál gegn Landsbankanum.