*

þriðjudagur, 26. janúar 2021
Innlent 14. mars 2018 13:52

Herdís Fjeldsted í stjórn Arion

Framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins tekur sæti í stjórn Arion banka. Helsta eign sjóðsins mun renna til ríkisins.

Ritstjórn
Herdís Dröfn Fjeldsted er stjórnarformaður Icelandic Group og framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, eigenda fyrirtækisins.
Styrmir Kári

Á aðalfundi Arion banka sem fram fer á morgun mun Herdís Dröfn Fjeldsted taka sæti í stjórn bankans að því er Kjarninn segir frá. Herdís hefur verið framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, en ákveðið hefur verið að slíta starfsemi sjóðsins sem lokið hefur að selja alla helstu eignir sínar.

Eiginlegum rekstri sjóðsins er nú lokið en stjórn Framtakssjóðsins hefur lagt til við aðalfund sjóðsins sem haldinn er í dag að vörumerkin Icelandic og Icelandic Seafood verði afhent íslenska ríkinu til eignar og umsjónar.

Herdís Dröfn mun taka við sæti Þóru Hallgrímsdóttur sem setið hefur í stjórn og varastjórn Arion banka frá árinu 2011. Jafnframt mun Kristín Þ. Fygenring hætta í stjórn bankans, en hún hefur verið fulltrúi íslenska ríkisins.

Eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá gengu Kaupskil, eignarhaldsfélag þrotabús gamla Kaupþings, að kauprétti sínum á hlut ríkisins í síðasta mánuði.

Í stjórn Arion banka eftir aðalfundinn á morgun verða því:

  • Eve Caderbalk stjórnarformaður
  • Brynjólfur Bjarnason
  • Jakob Ásmundsson
  • John P. Madden
  • Måns Höglund
  • Herdís Dröfn Fjeldsted
  • Steinunn Kristín Þórðardóttir

Sú síðastnefnda tók nýlega sæti í stjórn Arion banka þegar Kaupskil setti hana í stað Guðrúnar Johnsen.

Fleiri fréttir um málefni Arion banka: