Herdís Skúladóttir er nýr leiðtogi í starfrænni forystu hjá Orku náttúrunnar og Daði Hafþórsson er nýr forstöðumaður virkjanareksturs. Þeta kemur fram í tilkynningu.

Hlutverk Herdísar er að skilgreina og þróa verklag þannig að stafræn tækni nýtist til framfara í starfseminni. Herdís gekk til liðs við ON frá fjölmiðlafyrirtækinu Sýn þar sem hún leiddi verkefnastýringu félagsins. Herdís er íslenskufræðingur með framhaldsmenntun á sviði verkefnastjórnunar og sölu- og markaðsfræða.

„Stafræn þróun er svið þar sem flest öll fyrirtæki eru nú að reyna hlaupa sem hraðast og tileinka sér nýja tækni en ekki síður nýja hugmyndafræði og hugsunarhátt. Það er virkilega skemmtilegt að koma inn í nýtt og ómótað starf og fá tækifæri til þess að setja mark sitt á það og þessa vegferð sem ON er á," segir Herdís, í tilkynningunni.

Daði mun ber ábyrgð á rekstri þriggja virkjanna í eigu ON. Hann hefur áður unnið sem framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Fóðurblöndunnar. Daði er með B.Sc. gráðu í vörustjórnun frá Háskólanum Reykjavíkur.

„Það er ekki á hverjum degi sem manni býðst að vinna hjá fyrirtæki sem ætlar mjög ákveðið og markvisst að leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn og hafa sett umhverfismál á oddinn. Þá finnst mér líka spennandi að vinna með sérfræðingum ON, sem margir hverjir eru á heimsmælikvarða," segir Daði, í tilkynningunni.