*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 11. nóvember 2013 13:03

Herdís Pála til RB

Herdís Pála Pálsdóttir verður framkvæmdastjóri mannauðsmála- og samskipta hjá Reiknistofu bankanna.

Ritstjórn

Reiknistofa bankanna hf hefur ráðið Herdísi Pálu Pálsdóttur í starf framkvæmdastjóra mannauðsmála og samskipta. Herdís Pála hóf störf hjá félaginu 1. nóvember síðastliðinn.

Herdís hefur frá 2012 unnið sem fyrirlesari, ráðgjafi og markþjálfi fyrir stjórnendur auk þess að kenna í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

Á árunum 2006-2012 starfaði hún hjá Byr, fyrst sem mannauðsstjóri en síðar sem framkvæmdastjóri þróunar- og rekstrarsviðs.  Áður starfaði hún í tæp 5 ár á mannauðssviði Íslandsbanka, síðast sem deildarstjóri starfsþróunardeildar og einnig við mannauðsráðgjöf hjá IMG nú Capacent.

Herdís er með með MBA próf, með áherslu á mannauðsstjórnun, frá University of New Haven í Bandaríkjunum og B.Ed.  frá Kennaraháskóla Íslands.  Hún hefur einnig lokið námi á háskólastigi í markþjálfun frá HR í samstarfi við Coach U og er með alþjóðlega ACC vottun markþjálfa frá ICF (International Coaching Federation).