*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Fólk 25. mars 2014 13:03

Herdís stýrir Framtakssjóði Íslands

Herdís Dröfn Fjeldsted tekur við af Brynjólfi Bjarnasyni hjá Framtakssjóðnum um mánaðamótin.

Ritstjórn
Herdís á afmælisráðstefnu Icelandic Group.
Haraldur Guðjónsson

Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands (FSÍ). Hún tekur við starfinu af Brynjólfi Bjarnasyni 1. apríl næstkomandi. Herdís hefur verið fjárfestingastjóri hjá FSÍ frá árinu 2010

Fram kemur í tilkynningu frá Framtakssjóðnum að Herdís er með meistarapróf í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og viðskiptafræðipróf af alþjóðamarkaðssviði. Hún hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja m.a. sem stjórnarformaður Icelandic, varaformaður stjórnar Promens í stjórn Icelandair Group og Invent Farma.