Lögfræðiskrifstofan Embla lögmenn styrkti framboð þingmannsins Magnúsar Orra Schram um 400 þúsund krónur vegna prófkjörs hans í Samfylkingunni í nóvember í fyrra.

Herdís Hallmarsdóttir, kona Magnúsar, situr í slitastjórn Landsbankans. Hún stofnaði lögmannsstofuna árið 2004 og er einn eigenda hennar.  Framlög til prófkjörs Magnúsar námu 725.475 krónum og voru þetta hæstu framlögin í prófkjöri flokksins. Magnús lagði sjálfur 125 þúsund krónur til framboðsins og námu bein framlög frá einstaklingum 200 þúsund krónum. Eitt framlag barst frá lögaðila og var það frá Emblu lögmönnum.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í upplýsingum frá sjö einstaklingum sem hafa skilað inn upplýsingum til Ríkisendurskoðunar um uppgjör sín í prófkjörum Samfylkingarinnar í fyrra. Fram kemur í gögnunum að framlög í prófkjörum þeirra námu  samtals 4,2 milljónum króna.

UPPLÝSINGAR RÍKISENDURSKOÐUNAR Í HEILD - Nafn og samtals framlög:

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar – 771.250

Eigin framlög: 0

Bein framlög frá níu einstaklingum: 400.000

Bein framlög frá lögaðilum (TK bílar, Bláa lónið og Blómasmiðjan): 330.000

Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Samfylkingarinnar – 711.050

Eigin framlög: 193.550

Bein framlög frá sjö einstaklingum: 470.500

Bein framlög frá lögaðilum (Útilegukortið og Kerecis): 47.000

Magnús Orri Schram – 725.475

Eigin framlög: 64.513

Bein framlög frá einstaklingum: 200.000

Bein framlög frá lögaðilum (Embla lögmenn): 400.000

Skúli Helgason – 408.513

Eigin framlög: 64.513

Bein framlög frá einstaklingum: 344.000

Bein framlög frá lögaðilum: 0

Mörður Árnason – 488.859

Eigin framlög: 488.859

Bein framlög frá einstaklingum: 0

Bein framlög frá lögaðilum: 0

Anna Margrét Guðjónsdóttir – 424.621

Eigin framlög: 199.621

Bein framlög frá sjö einstaklingum: 255.000

Bein framlög frá lögaðilum: 0

Erna Indriðadóttir – 673.782

Eigin framlög: 548.782

Bein framlög frá tveimur einstaklingum: 125.000

Bein framlög frá lögaðilum: 0