Heritable Bank Ltd., dótturfélag Landsbanka Íslands í Bretlandi, hefur í dag keypt Key Business Finance Corporation plc. (Key Business) í Bretlandi. Kaupin eru í samræmi við markmið Landsbankans um áframhaldandi vöxt umsvifa Heritable Bank hvort sem er með innri vexti kjarnastarfsemi, með því að taka upp nýja þjónustuþætti eða með yfirtökum og kaupum á öðrum félögum.

Key Business var stofnað árið 1988 og sérhæfir sig í skammtíma útlánum til lögfræðistofa í Bretlandi. Útlán félagsins í dag nema um 6 milljörðum króna (£50 milljónir) til um 1.250 viðskiptavina. Veitt útlán félagsins á síðasta uppgjörstímabili námu alls um 12 milljörðum króna (£100 milljónir) og rekstrarhagnaður fyrir skatta nam um 130 milljónum króna (£1,1 milljón). Heildareignir Heritable Bank eftir þessi viðskipti nema um 53,5 milljörðum króna (£450 milljónir). Samkomulag er milli aðila um að kaupverð félagsins verði ekki gert opinbert.

Key Business verður rekið sem sjálfstætt dótturfélag Heritable Bank Ltd.