Vestfirska mjólkurframleiðslufyrirtækið Arna hefur nú hafið innreið sína á höfuðborgarsvæðið en almenn dreifing á laktósafríum vörum fyrirtækisins hófst á höfuðborgarsvæðinu í þarsíðustu viku.

Fyrirtækið framleiðir í dag mjólk og jógúrt. Hálfdán óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu, segir í samtali við Viðskiptablaðið að framleiðsla á skyri, fetaosti, sýrðum rjóma og rjóma hefjist svo í næsta mánuði.