Starfsmenn á Íslandi hafa safnað tæpri milljón króna á áheitavef sínum Tourdemarel.com. Í dag er alþjóðlegur fjáröflunardagur Marels og mun upphæðin sem safnast fara til SOS barnaþorpa.

Örfótboltamót var haldið í Kaplakrika í dag og mættu starfsmenn í búningum ef þeir náðu að safna ákveðinni upphæð. Hermann Hreiðarsson fótboltamaður og SOS sendiherra á Íslandi hrósaði starfsmönnum Marel fyrir fótboltakunnáttu sína.