Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður hyggst áfram föður sínum Hreiðari Hermannssyni reisa tíu hótel hér á landi með samtals 1.001 herbergi. Áætlaður kostnaður við verkefnið er sex milljarðar króna. Fjallað er um málið á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Að sögn Hreiðars skoða þeir feðgar nú möguleika á að byggja á Hveragerði, Stokkseyri eða Eyrarbakka, Reykholti, Hell, Hvolsvsvelli, Vestmannaeyjum, Vík, Skaftafelli, Austurlandi, Húsavík og Stykkishólmi. Þeir stefna að því að allt verði klárt vorið 2014.