„Fæstir virðast reyndar hafa áttað sig á því hvað Hermann Guðmundsson var að meina í Viðskiptablaðinu, því hann var hundskammaður í fjölmiðlum og á netinu fyrir að hafa haldið aftur af samkeppninni.“ Þetta kemur fram í grein Ólafs Haukssonar um samkeppnismál sem birtist í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Þar bendir Ólafur á að þegar Iceland Express kom inn á markað með millilandaflug veigraði Icelandair sér ekki við að ráðast í samkeppni gegn nýja keppinautnum sem þá hafði litla fjárhagslega burði. Icelandair gat undirboðið Express en afleiðingin varð að lokum sekt frá Samkeppniseftirlitinu. Sektin var reyndar ekki nema örlítið brot að tekjunum sem Icelandair fórnaði í verðsamkeppninni.

Greinina í heild sinni má lesa hér .