Hermann Guðmundsson, forstjóri N1 hf., var með 25,4 milljónir króna í árslaun á árinu 2009, eða rúmlega tvær milljónir króna að jafnaði í mánaðarlaun.

Laun hans lækkuðu töluvert frá árinu áður þegar þau voru 29,6 milljónir króna yfir árið, eða tæp tvær og hálf milljón króna á mánuði.

Þetta kemur fram í ársreikningi N1 hf. sem var gerður opinber á þriðjudagskvöld.

Alls námu laun og þóknanir til stjórnar og forstjóra 39,8 milljónum króna í fyrra, eða um tveimur milljónum króna minna en árið 2008.

N1 hf. varð til við sameiningu Olíufélagsins og Bílanausts fyrir nokkrum árum. Fyrirtækið er eitt stærsta verslunar- og þjónustufyrirtæki með á annað hundrað afgreiðslustaði víðs vegar um landið. Aðal söluvara N1 er eldsneyti.