*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 21. febrúar 2006 16:10

Hermann ráðinn forstjóri Olíufélagsins

Ritstjórn

Hermann Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Olíufélagsins ehf. Frá árinu 2002 hefur Hermann verið framkvæmdastjóri Bílanausts hf. en frá 1994 starfaði hann sem framkvæmdastjóri Slípivara og verkfæra ehf. og var hann jafnframt einn stofnenda þess félags.

Bílanaust hf. og Olíufélagið ehf. eru í eigu sama eignarhaldsfélagsins og stefnt er að ráðningu nýs framkvæmdastjóra Bílanausts hf. innan skamms tíma. Hermann mun hefja störf fyrir Olíufélagið ehf. á næstu dögum. Hermann er 44 ára giftur Elínu Guðmundsdóttur og á hann þrjú börn.

Á nýafstöðnum aðalfundi Olíufélagsins ehf. var kosin ný stjórn en hana skipa nú:
Bjarni Benediktsson formaður
Einar Sveinsson og
Friðjón R. Sigurðsson