Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur selt 15% hlut sinn í Kex Hostel og hyggst einbeita sér alfarið að uppbyggingu Stracta hótelanna. Hermann staðfestir þetta í samtali við Viðskiptablaðið.

„Það er rétt, það er akkúrat þannig,“ segir Hermann. „Við erum reyndar að ganga frá þessu þessa dagana og það er svo sem ekkert meira um það að segja nema hvað að þetta er allt gert í góðu. Ég ætla bara að fókusa á eitt í einu og núna eru það Stracta hótelin - þess vegna er ég að selja minn hlut í Kex.“

Kex Hostel var opnað árið 2010 í húsnæði við Skúlagötu, sem áður hýsti kexverksmiðjuna Frón. Á meðal eigenda eru Eiður Smári Guðjohnsen, atvinnumaður í knattspyrnu, Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska handboltaliðsins Füchse Berlin og Pétur Marteinsson, fyrrverandi knattspyrnumaður en sá síðastnefndi er framkvæmdastjóri Kex.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Framtakssjóður Íslands setur erlendar eignir í nýjan sjóð
  • Glitnir banki verður af milljörðum króna
  • Kvótasetning makríls kann að brjóta gegn stjórnarskrá
  • Hluthafar Íslenskra verðbréfa vildu ekki hluti í MP banka
  • Slagurinn um Seðlabankann
  • Kröftugur hagvöxtur á næstu árum litast af aðgerðum í skuldamálum
  • Tollamúrar milli Kína og Íslands gætu horfið í sumar
  • Samskip bættu Tyrklandi í flutningsnet sitt
  • Þorvaldur Gissurarson hjá ÞG verk er í ítarlegu viðtali og ræðir byggingamarkaðinn
  • Seðlabankinn fann ekkert athugavert við viðskipti Seagold, dótturfélags Samherja
  • Benz ML 250 er fullorðins lúxusjeppi
  • Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Rise verður haldin í fjórða skipti
  • Nærmynd af Haraldi Inga Birgissyni sem fór frá Viðskiptaráði til Deloitte
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um fíkniefnalöggjöf og tolla
  • Óðinn skrifar um breytingar á lögum um Seðlabankann
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt, margt fleira