Herminator ehf. hagnaðist um tæpar 140 þúsund krónur árið 2010, samanborið við tap upp á rúmar 2,5 m.kr. árið 2009. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins en Herminator er í 100% eigu Hermanns Hreiðarssonar, knattspyrnumanns hjá Coventry. Hann er allt í senn eigandi, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri.

Tekjur félagsins á árinu námu tæpum 5 m.kr. en rekstrargjöld rúmlega 4,8 m.kr. Eigið fé félagsins var neikvætt um rúmar 3,1 m.kr. í árslok 2010 og skuldir um 3,8 m.kr. Eigið fé félagsins var neikvætt um tæpar 3,3 m.kr. í árslok 2009.

Herminator var stofnað í september 2008 en fram kemur að tilgangur félagsins sé heildverslun með fatnað og skófatnað, blönduð umboðsverslun, bókaútgáfa og önnur útgáfustarfsemi, og önnur starfsemi tengd ferðaþjónustu, önnur íþróttastarfsemi og góðgerðastarfsemi, rekstur fasteigna og lánastarfsemi.