Varnarmálaráðherrar Þýskalands og Frakklands hafa lagt til að lönd Evrópusambandsins kæmu til með að vinna nánar saman í þeim málaflokki. Þessar hugmyndir komu fram í bréfum sem að Figaro og Suddeutsche Zeitung hafa undir höndum eins og sjá má í frétt EUObserver.

Þetta myndi þýða að stofnaðar yrðu höfuðstöðvar fyrir varnarmál ESB. Jean-Claude Junker tekur undir hugmyndir varnarmálaráðherranna og vísar þá sérstaklega til hugmyndarinnar um sameiginlegar höfuðstöðvar.

Junker tók sérstaklega fram í ræðu sinni að varnarbandalag ESB kæmi til með að vinna með NATO og þó að ríki sambandsins hæfu nánara samstarf þá þýddi það ekki að NATO skipti minna máli.

Varnarmálaráðherrar Þýskalands og Frakklands telja að vegna stöðu mála í Evrópu almennt þá væri nauðsynlegt fyrir lönd sambandsins að sameinast þegar kæmi að varnarmálum.

Bretland hefur í gegnum tíðinda tekið illa í allar hugmyndir um nánari samstarf Evrópusambandsins í varnarmálum, en með fráhvarfi landsins úr sambandinu þá ætti það ekki að teljast vandamál fyrir hin 27 ríki sambandsins að sameinast enn fremur í varnarmálum.