ECA Reykjanes ehf., sem stofnað var fyrr á þessu ári, hefur skipt um nafn og heitir nú ECA Iceland ehf. Félagið er í eigu Hollendingsins Melville ten Cate en hann hefur haft hug á því að koma upp þjálfun hér á landi fyrir hermenn með þeim hætti að ECA sé í hlutverki óvinar. Áður hefur verið greint frá því að ECA ætli sér að nota óvopnaðar rússneskar herflugvélar til þessa.

Ellisif Tinna Víðisdóttir er framkvæmdastjóri ECA Iceland sem nú hefur breytt tilgangi félagsins samkvæmt fyrirtækjaskrá. Nýr tilgangur er önnur ótalin sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi, þjálfun, sérfræðiráðgjöf, kaup, sala og rekstur flugvéla og búnaðar, rekstur fasteigna, eignaumsýsla, lánastarfsemi og annar skyldur rekstur.