Bjørn Richard Johansen, yfirmaður fjárfestatengsla hjá Glitni í Noregi sem var áður aðstoðarforstjóri alþjóðlega almannatengslafyrirtækisins Burson-Marsteller í Noregi, stýrir nú samræmdum almannatengslaaðgerðum á vegum íslenska ríkisins. Hann fer fyrir hópi sem skipaður er aðstoðarmönnum ráðherra ríkisst jórnarinnar og fulltrúum ýmissa fyrirtækja, þar á meðal bankanna.

Tvö almannatengslafyrirtæki hafa verið ráðin til starfa hjá ríkinu í tengslum við verkefnið; GSP-samskipti, fyrirtæki Gunnars Steins Pálssonar, og Bæjarútgerðin, fyrirtæki Sigurðar Valgeirssonar.

Fundar með hagsmunaaðilum

Hópurinn vinnur samkvæmt skipulagi sem kynnt var ýmsum hagsmunaaðilum á fundi í utanríkisráðuneytinu í gærmorgun, þar á meðal félagsmönnum í Almannatengslafélagi Íslands og Félagi fjárfestatengla og fulltrúum frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Það var forsætisráðuneytið sem bauð þessum aðilum til fundarins. Viðskiptablaðið hefur rætt við nokkra aðila sem boðið var í utanríkisráðuneytið í gær og fengu þar kynningu á því starfi sem unnið er, auk þess sem óskað var eftir að þeir tækju þátt í umræðum og kæmu á framfæri eigin hugmyndum um framtíðarmarkmið þessa starfs á vegum stjórnvalda.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .