Hersir ? ráðgjöf og þjónusta ehf., hefur í dag gert samning um kaup á 1% hlutafjár í Samson eignarhaldsfélagi ehf.

Samson eignarhaldsfélag ehf. er eigandi að 40,17% hlutafjár í Landsbanka Íslands hf. og fruminnherji í bankanum á grundvelli eignaraðildar.

Í viðskiptunum er miðað við gengið 25,5 á hverjum hlutum í Landsbanka Íslands, segir í tilkynningu til Kauphallrinnar.

Hersir ? ráðgjöf og þjónusta ehf., er í eigu Þorvalds Björnssonar, Þórs Kristjánssonar, Tómasar Ottó Hanssonar, Birgis Más Ragnarssonar og Andra Sveinssonar.

Andri Sveinsson er bankaráðsmaður og fruminnherji í Landsbanka Íslands hf. Birgir Már Ragnarsson er stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Samson eignarhaldsfélags ehf. og fjárhagslega tengdur Samson eignarhaldsfélagi ehf. Þór Kristjánsson er fjárhagslega tengdur Samson eignarhaldsfélagi ehf.