Þær hertu reglur sem kínversk yfirvöld hafa sett varðandi erlendar fjárfestingar í Kína eru ekki taldar muna hafa mikil áhrif á fasteignaverðsþróun í landinu, en reglurnar munu taka gildi 1. desember. Samkvæmt tölum Global Property Guide hefur verið gríðarleg hækkun á fasteignaverði á miðlungshúsnæði í fjölmörgum borgum Kína, eða um 20%. Þá hefur hækkunin á glæsibyggingum verið um 5% til 10%.

Í grein í China Real Estate News í síðustu viku er umfjöllun um þessi mál. Þar segir að skorður verði settar við fjárfestingum erlendra sjóða sem veitt hafi fjármunum inn í fasteignageirann. Þá munu einnig taka gildi hertar reglur gagnvart miðlurum. Erlent fjárflæði í stór fasteignaþróunarverkefni, landmótunarverkefni og uppbyggingu háklassahótela, dýrra einbýlishúsa, skrifstofuturna ásamt ráðstefnu og sýningarhalla mun sæta meiri hömlum en verið hefur.

Nánar er fjallað um húsnæðismál í Viðskiptablaðinu.