Það er nóg um að snúast hjá bílaleigufyrirtækinu Hertz þessa dagana. Fyrirtækið, sem sótti um greiðslustöðvun í maí , tilkynnti í gær um að það hefði frestað fyrirhuguðu 500 milljóna dollara hlutafjárútboði. Financial Times segir frá .

Hertz lagði inn beiðni um hlutafjárútboðið til Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna, SEC, á mánudaginn. Fyrirtækið sagði í gær að SEC hafi gert athugasemdir um gögn sem vörðuðu sölu hlutafjárins og að eftir viðræður við eftirlitsaðila hafi verið tekin sú ákvörðun að stöðva útboðið.

Í útboðslýsingu Hertz var varað fjárfesta við að hið nýja hlutafé sé líklega verðlaust nema ef lánardrottnum fyrirtækisins verði endurgreitt að fullu. Því þurfi „miklar og hraðar breytingar, sem þykja ekki líklegar, á rekstrarumhverfi fyrirtækisins“

„Það eru töluverð áhætta á að hluthafar, þar á meðal kaupendur nýs hlutafjár, muni ekki fá neitt úr greiðslustöðvunar málum (e. Chapter 11 cases) og að hlutabréf okkar verði verðlaus,“ kemur fram í skjalinu.

Sjá einnig: Veðja á fyrirtæki í greiðslustöðvun

Dómari við skiptarétt sagði á föstudaginn var sammála því að hlutafjárútboð besti valkostur Hertz vegna hækkunar á verði hlutabréfa. Fulltrúi SEC sagði í réttarhöldunum að stofnunin muni ekki blanda sér í umræðu um hvort útboðið sé viðeigandi og að það væri undir fyrirtækinu komið að fylgja verðbréfamarkaðsrétti.