Andrés tók við framkvæmdastjórastarfi hjá SVÞ árið 2008 en áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri íslenskra stórkaupmanna. Hann útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1985 og hóf þá störf hjá Samtökum iðnaðarins. Árin 1994-2000 starfaði Andrés í Brussel sem fulltrúi Iðnaðarráðuneytisins í sendiráði Íslands og síðar tók hann við sem sérfræðingur hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Í eitt ár gegndi hann starfi forstöðumanns IMPRU, frumkvöðlamiðstöðvar á Iðntæknistofnun sem í dag heitir Nýsköpunarmiðstöð.

Þegar vinnudeginum hjá Andrési lýkur liggur leiðin beint í hesthúsið en þar á fjölskyldan ellefu hesta. Andrés segist hafa umgengist hesta alla sína tíð og í dag er þetta orðið að lífsstíl.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.