Hjónin Edda Rún Ragnarsdóttir og Sigurður V. Matthíasson reka saman fyrirtækið Reiðskóla Reykjavíkur sem sérhæfir sig í tamningum, reiðkennslu og hestasölu.

Edda Rún sagði í samtali við Viðskiptablaðið að hún hafi ekki munað eftir eins mikilli hestasölu og nú.

„Það er allt brjálað í sölu á hestum núna og eftirspurnin hefur ekki verið meiri hjá okkar fyrirtæki í lengri tíma," sagði hún aðspurð. Edda Rún hefur rekið ásamt manni sínum fyrirtækið í Víðidalnum í rúm tíu ár.

Þar hafa þau 40 söluhross á húsi. Sigurður segir að í hesthúsinu hafi örtröðin verið svo mikil að lá við á hann hafi beðið fólk um að taka númer.

Þessi hross sem hestamenn hafi verið að kaupa eru mest megnis til útflutnings. Hann segir að búið sé að vera mikið líf og fjör í hestaheiminum síðan bankarnir hrundu sem er kærkomið.