Eftir þriggja ára baráttu bílaleigufyrirtækjanna Hertz og Avis um kaup á samkeppnisaðilanum Dollar Thrifty hefur Hertz nú borið sigur úr býtum. Þetta kemur fram á veg breska ríkisútvarpsins BBC í dag en þar segir að Hertz greiði litla 2,3 milljarða bandaríkjadala fyrir kaupin.

Samkvæmt sameiginlegri tilkynningu frá fyrirtækjunum tveimur mun sameiningin skila um 160 milljóna dala sparnaði árlega. Séu sölutölur fyrirtækjanna tveggja síðastliðið ár skoðaðar kemur í ljós að samanlagðar sölutekjur nema um 10,2 milljörðum dala.