Bandaríski tæknirisinn Hewlett-Packard gengur nú í gegnum umfangsmikla endurskipulagningu og hyggst skipta félaginu upp í tvö fyrirtæki. BBC News greinir frá þessu.

Fyrirtækið ætlar að aðskilja tölvu- og prentaraviðskipti þess frá öðrum rekstri og ætlar sér að einblína í meiri mæli á vaxandi starfsemi. Fyrirtækið hefur á umliðnum árum sagt upp tugþúsundum starfsmanna og berst fyrir því að ná markaðshlutdeild sinni aftur.