Hexa hefur keypt rekstur Fasa-Föt ehf. Hexa  yfirtekur með  kaupunum alla gildandi þjónustusamning Fasa, m.a. við Icelandair og Cargolux svo sem og lager og tæki. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Hexa ehf., er ört vaxandi fyrirtæki á vinnufatamarkaði hér á landi, með umtalsverða eigin framleiðslu í þremur löndum. Hjá Hexa starfa um 30 manns.

Ásbjörn Björnsson, eigandi Fasa Föt mun sinna ráðgjafastörfum fyrir Hexa á komandi misserum og aðstoða við yfirfærslu á ofangreindum breytingum.

"Framangreind kaup munu styrkja mjög þá deild sem sinnir einkennis- og stofnanafatnaði hjá Hexa og er ætlað að auka sérhæfingu og þjónustustig á því sviði,"  segir í tilkynningu.