*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 5. júní 2018 15:02

Heyrnarfræðingar löggiltir sem heilbrigðisstétt

Talið er að löggildingin gæti orðið til þess að nemendum í heyrnarfræði fjölgi.

Ritstjórn
Heyrnarfræðingar verða löggild heilbrigðisstétt samkvæmt tilkynningu Velferðarráðuneytisins.
Haraldur Guðjónsson

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur sett nýja reglugerð sem kveður á um menntun, réttindi og skyldur heyrnarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi. Þessi reglugerð felur í sér löggildingu stéttarinnar hér á landi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Velferðarráðuneytinu.

Ákvörðun ráðherra um löggildingu heyrnarfræðinga er byggð á tillögu starfshóps sem þáverandi heilbrigðisráðherra skipaði í ágúst á síðasta ári til að fara yfir þjónustu einstaklinga með heyrnarskerðingu og talmein. 

Starfshópurinn taldi brýnt að gera heyrnarfræðinga að löggiltri heilbrigðisstétt, til að tryggja gæði þjónustunnar sem þeir veita.

Hér á landi er skortur á heyrnarfræðingum samanborið við nágrannalöndin. Talið er að löggildingin gæti orðið til þess að nemendum í heyrnarfræði fjölgi og að íslenskar menntastofnanir taki upp menntunarbraut í heyrnarfræði.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is