NASDAQ OMX Iceland hf. hefur samþykkt að H.F. Verðbréf verði viðurkenndur ráðgjafi (e. Certified Adviser, CA) á First North Iceland. Hlutverk viðurkennds ráðgjafa felst í því að vera til ráðgjafar og aðstoðar fyrirtækjum við skráningu á First North og á meðan bréf þeirra eru í viðskiptum á markaðnum að því er segir í tilkynningu.

Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland sagði: ”Við bjóðum H.F. Verðbréf velkomin til starfa sem Viðurkenndur ráðgjafi á First North Iceland. Það er mikilvægt að fyrirtæki í vexti sem hyggja á skráningu á First North markaðinn geti leitað eftir faglegri ráðgjöf og aðstoð sérðfróðra aðila á borð við H.F. Verðbréfa. Það hjálpar til við að byggja upp hlutabréfamarkaðinn.”

Aðkoma viðurkennds ráðgjafa að markaðnum er til þess fallin að byggja traustan markað því það er á ábyrgð hans að fylgjast með því að félög uppfylli ávallt þær aðgangskröfur og upplýsingaskyldur sem gilda á First North.

H.F. Verðbréf er fimmta fjármálafyrirtækið gegnir hlutverki viðurkennds ráðgjafa á First North Iceland.