H.F. Verðbréf hafa gert samstarfssamning við Neuberger Berman Europe Limited um sölu á erlendum sjóðum fyrirtækisins, en þetta kemur fram á vefsíðu H.F. Verðbréfa .

Þar segir að Neuberger Berman Group sé rótgróið eignastýringafyrirtæki sem stofnað var í Bandaríkjunum árið 1939. Fyrirtækið er að fullu í eigu starfsmanna og starfa þar yfir 2.000 manns í 18 löndum.

Eignir í stýringu nema yfir 250 milljörðum dollara og býður fyrirtækið upp á mikið sjóðaúrval í hlutabréfa-, skuldabréfa-, framtaks- og vogunarsjóðum.