Umsókn H.F. Verðbréfa og Stefnis var samþykkt á stjórnarfundi Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) á föstu­dag í síðustu viku. Flestöll fjármála­fyrirtæki landsins eiga aðild að samtökunum en alls eiga 35 fjármála­ fyrirtæki aðild að SFF.

H.F. Verð­bréf voru stofnuð árið 2003 af Hall­dóri Friðriki Þorsteinssyni. Frá árinu 2008 hefur fyrirtækið haft starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfrækt fyrirtækjaráðgjöf og miðlun verðbréfa.

Halldór Friðrik lét af störfum sem framkvæmdastjóri félagsins árið 2010 og tók Andri Guðmundsson þá við starfinu. Stefnir var stofnað árið 1996 og er dótturfélag Arion banka.