Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag og lækkaði MSCI Kyrrahafsvísitalan um 0,4%.

Vísitalan lækkaði um 13% á fyrri hluta árs og er þetta að sögn Bloomberg fréttaveitunnar versta ársbyrjun hennar í 16 ár eða frá árinu 1992.

Í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan töluvert eða um 3,4% eftir að kínversk yfirvöld birtu í gær tölur sem gefa til að kynna að framleiðsla í Kína hefur sjaldans aukist jafn lítið milli mánaða eins og á milli maí og júní á þessu ári.

Í Hong Kong hækkaði hins vegar Hang Seng vísitalan um 0,3%.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 0,1%, í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 1% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 1,5% þrátt fyrir að ástralska flugfélagið Qantas hafi hækkað um 6,6% í morgun en félagið tilkynnti að það hefði fengið sérfræðinga frá UBS og Citigroup til að ráðleggja til um sölu á vildarkerfi félagsins en með því áætlar félagið að losa talsvert um eignir.