Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0.95% frá því að markaðir opnuðu í morgun og stóð í 8.420 stigum rétt fyrir hádegi. FTSE hefur aftur á móti hækkað um tæpt 1% og stóð í 6.677 stigum.

Mesta hækkun hjá einstökum félögum er hjá Marel 2.49%, Eimskip 2.41%, Atlantic Petroleum 0.86%, Teymi 0.77% og Eik banka 0.30%.

Mesta lækkun í morgun hjá einstökum félögum hefur verið hjá
FL Group 0.93%, Atorku 0.89%, Glitni 0.87%, Kaupþingi 0.77% og Bakkavör 0.45%