Greiningardeild Landsbankans telur líklegast að Seðlabankinn muni bregðast við skattalækkunum ríkistjórnarinnar með hægari lækkun stýrivaxta en búist var við. Auk þess telur hún að verðbólgan muni minnka hratt á næsta ári og virðisaukaskatts lækkun á matvæli styðji við það.

?Ríkisstjórnin kynnti í dag skattalækkanir sem að koma til framkvæmda 1. mars næstkomandi. Um er að ræða lækkun virðisaukaskatts, vörugjalds og tolla; fyrst og fremst á matvörum. Í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að tekjur ríkisins muni af þessum sökum lækka um sjö milljarða króna á ári og að verðlag á matvörum gæti lækkað um tæplega 16% og neysluverðsvísitalan um tæp 3% á næsta ári," segir greiningardeildin.