Verulegur samdráttur varð á útflutningi Kínverja í júnímánuði og er hann rakinn til minnkandi eftirspurnar í alþjóðahagkerfinu.

Útflutningur jókst um 17,6% á ársgrundvelli í mánuðinum en aukningin var 28,1% í mánuðinum þar á undan. Þetta hefur aukið væntingar um að kínversk stjórnvöld kunni að reyna að hægja á styrkingu júansins gagnvart Bandaríkjadal og telja sumir sérfræðingar að seðlabanki landsins muni jafnvel lækka vexti síðar á þessu ári til að sporna á móti samdrætti í hagkerfinu.