Vöxtur útflutnings í Kína minnkaði í apríl, en veikleikamerki í bandaríska hagkerfinu eru nú farnir að hafa áhrif á helstu viðskiptalönd. Ekkert land flytur meira af vörum til Bandaríkjanna en Kína. Telegraph greinir frá þessu í dag.

Vöxtur útflutnings nam 21,8% í apríl miðað við sama tímabili í fyrra. Það er öllu minna en útflutningsvöxturinn í mars milli ára, sem nam ríflega 30%. Sviptingar á gengi gjaldmiðla viðskiptalanda Kína hafa einnig haft áhrif á innflutning til landsins, sem reynist nú dýrari en áður. Því er nú að vindast ofan af miklum viðskiptaafgangi landsins.

Verðbólga í Kína hefur farið hækkandi sökum þessa, sem og hækkandi hrávöruverði á heimsvísu. Verðbólga í Kína er nú 8,3%.