Innflutningur G7 ríkjanna Þýskalands, Frakklands, Bandaríkjanna, Japan, Kanada, Ítalíu og Bretlands jókst lítillega á 1. ársfjórðungi þessa árs, um 1,0%. Það er minnsti vöxtur sem orðið hefur á innflutningi hjá löndunum síðan á 1. fjórðungi ársins 2006.

Útflutningur jókst um 5,6% á fyrsta fjórðungi 2008 borið saman við sama tímabil ársins 2007. Útflutningur Þýskalands jókst um 5,1% og Frakklands um 8,7%.

Innflutningur Þýskalands jókst um 4,3% og Frakklands um 4,1%.

Útflutningur Bandaríkjanna dróst saman um 0,2% á 1. fjórðungi 2008 borið saman við 4. fjórðung ársins 2007 og innflutningur dróst saman um 0,9% milli fjórðunga.