Hægt hefur á vexti kaupmáttar á fyrstu 7 mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. 12 mánaða vöxtur kaupmáttar mældist að meðaltali 2,5% fyrstu 7 mánuði ársins samanborið við 5,1% í fyrra. Það sem skýrir minnkandi vöxt kaupmáttar er meiri verðbólga en á sama tíma í fyrra. Þannig var 12 mánaða meðalhækkun verðlags á fyrstu 7 mánuðum ársins í fyrra um 1,9% samanborið við 2,8% á þessu ári.

Launavísitalan júlímánuði hafði vaxið um 5,1% á síðustu 12 mánuðum en það er óbreyttur vöxtur frá fyrra mánuði. Frá upphafi ársins hafa laun vaxið um 2,7% samanborið við 1% í fyrra.